EXEDRA er vettvangur umræðna og samanstendur af fjölbreyttum hópi um 200 kvenna sem eru í fremstu röð á sínu sviði. Í hópnum eru konur úr ólíkum stjórnmálaflokkum, atvinnulífinu, frá opinberum stofnunum, listaheiminum, fjölmiðlum og konur sem eru sérfræðingar á ýmsum sviðum.
Tilgangur EXEDRA er að stuðla að málefnalegri umræðu og auknum skilningi milli alls atvinnulífsins, stjórnmála, listaheimsins og fjölmiðla.
EXEMPLA er systrahópur EXEDRA.
EXEMPLA er félagsskapur ungra kvenna sem hafa vakið eftirtekt fyrir sín störf. EXEMPLA er vettvangur umræðna, fræðslu og tengslamyndunar.